Spurt og svarað

Í þessum flokki verður leitast við að safna saman spurningum frá öllum notendum er varða CABAS og tengd kerfi ásamt svörum til að auðvelda notendum sína vinnu.


11.10.2018 barst eftirfarandi:

Er von á nýrri leiðréttingu í cabas varðandi ryðvörnina ??  

Nú er hægt að haka við annars vegar í ryðvarnar gluggann :

Ryðvörn 

Við Skipti

Við viðgerð á málmplötum 

 

Svar: Ekki hefur orðið önnur breyting á ryðvörn í CABAS en skráning á aðgerðum þannig að viðgerðir á málmi (rétting o.þ.h.) eru skráðar sér, ryðvörn á hlutum sem skipt er um ræðst af því hvort um er að ræða "lausan eða ásoðinn" hlut. Sjá hér slóð á síðustu leiðbeiningum:

Ekki er vitað til að ryðvörn verði breytt í CABAS.


05.10.2018 Barst eftirfarandi spurning


Hvenær mun efnigjald hækka með ryðvörninni ? eina sem hækkar er tími."
 
Svar: CABAS hefur ekkert með verð eða efnisgjöld að gera, en þess má geta að í MYSBY mælingum er engin efnisnotkun mæld og því ber að færa efni undir liðinn "Annað efni" / "Efni af lager"  / lesa má frekar um liðinn  hér neðar og í liðnum "leiðbeiningar" á www.cabas.is.03.10.2018 Barst eftirfarandi spurning:

Af hverju eru í sumum tilfellum 48 einingar og öðrum 25 einingar í startgjald í réttingu?

Svar: Í þeim tilvikum að ökutækið er mælt / greint samkvæmt niðurstöðum mælinga eftir MYSBY 4 er startgjaldið 25 einingar (eldri mælingar), ef það er greint samkvæmt MYSBY 5 og 6 er startgjaldið 48 einingar.

 

02.10.2018 Barst eftirfarandi spurning:

Núna förum við að borga fyrir stofnaða skýrslu, hvar í ferlinu telst skýsla stofnuð ?

Ef ég td slæ inn bílnúmeri og fer í tjónaleit hjá tr félagi og eyði svo skýrslu, er ég þá

búinn að stofna skýrslu ?

Svar: Skýrsla telst stofnuð um leið og hún er reiknuð og telur frá þeim tíma.

 

01.10.2018 barst eftirfarandi spurning:

Að gefnu tilefni, er holrúmsvax og grjótvarnarefni reiknað inn í útsölu í cabas?

Ef svo, hvar er það ?

Svar: Í MYSBY mælingum er engin efnisnotkun mæld og því ber að færa efni undir liðinn "Annað efni" / "Efni af lager" en HÉR má lesa frekari skýringar.  

 

. CABAS