Spurt og svarað

Í þessum flokki verður leitast við að safna saman spurningum frá öllum notendum er varða CABAS og tengd kerfi ásamt svörum til að auðvelda notendum sína vinnu.


Spurning um vinnu við há ökutæki: 

Hvernig er með þegar er verið að vinna í bifreið sem er hærri en 2 metrar?

Svar: Mælingar í CABAS miða við bíla undir 3,5 tonnum og ekki er mælt sérstaklega þegar notast er við stiga eða vinnupalla, (er ekki í mælingu) og því samningsatriði milli aðila.


Spurning barst varðandi hjólastillingu Toyota bíla í CABAS:

Hvernig er það með hjólastillingu í cabas  sjá mynd sem er í viðhengi það er Toyota Yaris hvað er er rétt að merkja ef viðkomandi fer með bifreið í hjólastillingu?

Svar: 

Ef þú notar 4-hjólastillingu, athugun (A957600) þá þyrfti að bæta við A957800 vegna lagfæringar aðlögunar framhjóls, þannig að á þessari Yaris bifreið færðu 120 + 60 í heildarfjölda eininga, ath einingar vegna þessara hjólastillinga í CABAS eru fengnar frá Toyota.

 



Eftirfarandi spurning barst vegna hreinsunar á grjótvörn:

Er hægt að rukka sér hreinsun á grjótvörn í tengslum við réttingu / skeytingu á síls?

Svar: Í leiðbeiningum vegna yfirborðsréttinga má sjá eftirfarandi:

 2.3 Tími fyrir yfirborðsréttingu Í tímunum fyrir yfirborðsréttingu er innifalin öll réttingavinnan með hugsanlegri þrykkingu, notkun réttingatjakka, ásamt aðlögun, spörslun eða tinfyllingu.
Auk þess er innifalinn tími fyrir að fjarlægja hugsanlega ryðvörn og einangrunarpappa. 
Tími fyrir viðgerð á hugsanlegum götum eða rifum sem tilheyra upphaflegu tjóni er ekki innifalinn í tímanum fyrir yfirborðsréttinguna. 
Aftur á móti er tími fyrir viðgerð á hugsanlegum götum og rifum sem verða verða til við yfirborðsréttinguna innifalinn.  
Samkvæmt frekari skýringum tæknimanna CAB er innifalið allt (ath það sem fellur undir af/á liði er talið sérstaklega) það sem þarf að fjarlægja af yfirborði flatar sem á að rétta þar sem talað er um ryðvörn á eins við um grjótvörn.
Ath síðan að hreinslípun er ekki innifalin í tímum  vegna málningarvinnu.

 

Eftirfarandi spurning varðandi merkingar vegna skeytinga:

Hvar get ég séð við umskipti á afturbretti, hvað stafirnir tákna í skeytingunum?

Svar: Sjá slóðina að leiðbeiningum CABAS: HÉR



11.10.2018 barst eftirfarandi:

Er von á nýrri leiðréttingu í cabas varðandi ryðvörnina ??  

Nú er hægt að haka við annars vegar í ryðvarnar gluggann :

Ryðvörn 

Við Skipti

Við viðgerð á málmplötum 

 

Svar: Ekki hefur orðið önnur breyting á ryðvörn í CABAS en skráning á aðgerðum þannig að viðgerðir á málmi (rétting o.þ.h.) eru skráðar sér, ryðvörn á hlutum sem skipt er um ræðst af því hvort um er að ræða "lausan eða ásoðinn" hlut. Sjá hér slóð á síðustu leiðbeiningum:

Ekki er vitað til að ryðvörn verði breytt í CABAS.


05.10.2018 Barst eftirfarandi spurning


Hvenær mun efnigjald hækka með ryðvörninni ? eina sem hækkar er tími."
 
Svar: CABAS hefur ekkert með verð eða efnisgjöld að gera, en þess má geta að í MYSBY mælingum er engin efnisnotkun mæld og því ber að færa efni undir liðinn "Annað efni" / "Efni af lager"  / lesa má frekar um liðinn  hér neðar og í liðnum "leiðbeiningar" á www.cabas.is.



03.10.2018 Barst eftirfarandi spurning:

Af hverju eru í sumum tilfellum 48 einingar og öðrum 25 einingar í startgjald í réttingu?

Svar: Í þeim tilvikum að ökutækið er mælt / greint samkvæmt niðurstöðum mælinga eftir MYSBY 4 er startgjaldið 25 einingar (eldri mælingar), ef það er greint samkvæmt MYSBY 5 og 6 er startgjaldið 48 einingar.

 

02.10.2018 Barst eftirfarandi spurning:

Núna förum við að borga fyrir stofnaða skýrslu, hvar í ferlinu telst skýsla stofnuð ?

Ef ég td slæ inn bílnúmeri og fer í tjónaleit hjá tr félagi og eyði svo skýrslu, er ég þá

búinn að stofna skýrslu ?

Svar: Skýrsla telst stofnuð um leið og hún er reiknuð og telur frá þeim tíma.

 

01.10.2018 barst eftirfarandi spurning:

Að gefnu tilefni, er holrúmsvax og grjótvarnarefni reiknað inn í útsölu í cabas?

Ef svo, hvar er það ?

Svar: Í MYSBY mælingum er engin efnisnotkun mæld og því ber að færa efni undir liðinn "Annað efni" / "Efni af lager" en HÉR má lesa frekari skýringar.  

 

. CABAS