Fréttir

ABÍ hafa tilkynnt CABAS á Íslandi að ítrekunarbréf hafi nýverið farið til þeirra notenda CABAS-tjónamatskerfisins sem ekki hafa gengið frá samningum sínum við ABÍ um notkun CABAS-tjónamatskerfisins. ABÍ vekja þar athygli notenda á því að slíkur samningur sé forsenda þess að notendur haldi heimild til notkunar kerfisins.
Af þessu tilefni vekur CABAS á Íslandi athygli notenda á því að þeir sem hyggjast hætta notkun eða geta átt á hættu að lokað verði á notkun þurfa að afrita gögn sín tímanlega til varðveislu eftir lokun kerfisins.

CSP uppfærsla í útgáfu 6.0

Laugardaginn 13. febrúar kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 6.0. 

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 15. febrúar.

Minnum ykkur á að efni og upplýsingar vegna uppfærslunnar í útgáfu 6.0 má lesa með því að smella HÉR, einnig minnum við notendur á að hafa slökkt á CABAS meðan uppfærslan er framkvæmd.

CSP Uppfærslur

Laugardaginn 13. febrúar kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 6.0. 

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 15. febrúar.

Minnum ykkur á að efni og upplýsingar vegna uppfærslunnar í útgáfu 6.0 verða birtar á vefnum okkar www.cabas.is á næstunni, einnig að hafa slökkt á CABAS meðan uppfærslan er framkvæmd.CSP (Cabas / CAB Plan) verður lokað vegna uppfærslu laugardaginn 05. desember kl 07:00 (UTC + 00: 00)
CSP) verður aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið, í síðasta lagi að morgni mánudagsins 7. desember 06:00 (UTC + 00: 00) "
CABAS útgáfa 5.6 - 5. desember 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.6. má sjá með því að smella HÉR:
CAB Plan útgáfa 5.6 - 5. desember 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.6. má sjá með því að smella HÉR:

CSP (Cabas / CAB Plan) verður lokað vegna uppfærslu laugardaginn 19. september kl 07:00 (UTC + 00: 00)
CSP) verður aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið, í síðasta lagi að morgni mánudagsins 21. september 06:00 (UTC + 00: 00) "
 
CABAS útgáfa 5.5 - 19. september 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.5. má sjá með því að smella HÉR:

 
CAB Plan útgáfa 5.5 - 19. september 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.5. má sjá með því að smella HÉR:
 
 
 

Nýr CABAS samningur og árgjald

Nýr samningur og árgjald.

Upplýsingar fyrir notendur CABAS-tjónamatskerfisins í lok árs 2015.

 

Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi sf. (ABÍ) sögðu upp samningi við notendur kerfisins í mars sl. Var uppsögnin byggð annars vegar á ákvörðun Samkeppniseftirlits og hins vegar þeirri ákvörðun rekstraraðila að krefja notendur um eðlilegt gjald fyrir notkun þeirra á kerfinu sem ekki er hægt að tengja vinnu fyrir vátryggingafélögin.

 

Frá þessum tíma hafa mál þróast á fundum ABÍ með notendum á þann hátt sem hér greinir:

  • ABÍ endurnýjuðu samning sinn við BGS og er BGS, líkt og áður, ábyrgt fyrir fulltrúum bílgreinarinnar sem skipa nefndir kerfisins. Engum er þó meinaður aðgangur að fundum CABAS-nefndar óski viðkomandi að sitja þá fundi eftir nánara fyrirkomulagi. Allir notendur geta komið erindum sínum og sjónarmiðum til afgreiðslu nefndanna með milligöngu ABÍ, BGS eða einstakra bifreiðatryggingafélaga.
  • ABÍ hafa gert drög að nýjum samningi við notendur og taka þau mið af ýmsum ábendingum bílgreinarinnar sem fram hafa komið á fundum undanfarna mánuði.
  • Nýr samningur verður sendur notendum í upphafi nýs árs en miðað er við að hann gildi frá og með næstu áramótum að telja.
  • Samningur notenda við ABÍ er grundvöllur að heimild þeirra til vinnslu með CABAS-kerfið.
  • Helstu breytingar frá fyrri samningi eru:
  • Notandi skal hafa gildan samstarfssamning við bifreiðatryggingafélag ella fær hann ekki aðgang að kerfinu.
  • Nánar er tekið á ákvæðum um starfsleyfi, faggildingu og þekkingu notenda á kerfinu.
  • Niðurstöður nefnda eru bindandi fyrir aðila.
  • Allir notendur greiði fast árgjald. Það miðast við fjölda skoðana sem viðkomandi opnar í kerfinu en ekki eru unnar fyrir bifreiðatryggingafélögin. Er gjaldið þrepaskipt eftir fjölda slíkra skoðana en allir notendur greiða a.m.k. lágmarksgjald. Á móti er ráðgerð aukin þjónusta við notendur. Greiðsla gjaldsins verður tvískipt. Fyrri hluti verður krafinn á miðju næsta ári og seinni hluti í árslok.

 

Skipting árgjaldsins í þrep og fjöldi notenda í hverju þrepi er eftirfarandi (byggt er á upplýsingum frá CAB fyrir síðustu tólf mánuði):

 

Eigin skýrslur                  Notendur              Fast árgjald           

<20

64

50.000

21-100

41

100.000

101-200

20

150.000

201-400

9

200.000

401-600

5

250.000

>601

3

300.000

Samtals

142

Það er von ABÍ, sem rekstraraðila CABAS-tjónamatskerfisins á Íslandi, að þessar breytingar leiði til enn betra samstarfs milli ABÍ og notenda kerfisins.

 

Jón Ólafsson / ABÍ

CABAS á Íslandi í 15 ár.

Sameiginlegur fundur allra CABAS notenda.

Á yfirstandandi ári eru liðin 15 ár síðan íslensku bifreiðatryggingafélögin gengu frá samningi við Consulting AB í Svíþjóð um heimild til reksturs CABAS-tjónamatskerfisins á Íslandi.

Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi sf., sem rekstraraðili kerfisins hér á landi, boðaði af þessu tilefni til fundar allra íslenskra notenda CABAS-kerfisins fimmtudaginn 5. febrúar á veitingastaðnum Nauthól en á þann fund mættu um 60 aðilar frá bílgreininni og tryggingafélögunum á Íslandi.

image008Á fundinum fjölluðu Tuukka Pulkkinen og Kent Isacsson frá CAB í Svíþjóð um CABAS kerfið hérlendis nú og í náinni framtíð þar sem meðal annars kom fram að talsverðar breytingar verða á uppbyggingu CABAS og tengdra afurða frá CAB sem gera kerfin meðal annars aðgengileg í snjalltækjum og var þar helst fjallað um komandi tækni við gerð frum skoðana, tjónaleit og sjálfvirkni í svörun. 

Kynnt var aukin þjónusta við CABAS notendur og viðgerðaraðila tjónaðra ökutækja en þar er helst að tækniupplýsingar vegna tjónaviðgerða geta orðið aðgengilegar í CABAS innan skamms en hér á landi hafa tryggingafélögin veitt sínum viðgerðaraðilum aðgang að tækniupplýsingavef ATI-Info, á fundinum var meðal annars fjallað um niðurstöður sameiginlegs vorfundar árið 2012 og hvernig hefur verið unnið úr þeim síðan.

Fulltrúar frá viðgerðar- og umboðsaðilum fluttu fróðleg erindi um viðgerðir tjónaðra ökutækja með og án ábyrgðar framleiðanda.

 .

 

. CABAS