Nýr CABAS samningur og árgjald

Nýr samningur og árgjald.

Upplýsingar fyrir notendur CABAS-tjónamatskerfisins í lok árs 2015.

 

Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi sf. (ABÍ) sögðu upp samningi við notendur kerfisins í mars sl. Var uppsögnin byggð annars vegar á ákvörðun Samkeppniseftirlits og hins vegar þeirri ákvörðun rekstraraðila að krefja notendur um eðlilegt gjald fyrir notkun þeirra á kerfinu sem ekki er hægt að tengja vinnu fyrir vátryggingafélögin.

 

Frá þessum tíma hafa mál þróast á fundum ABÍ með notendum á þann hátt sem hér greinir:

  • ABÍ endurnýjuðu samning sinn við BGS og er BGS, líkt og áður, ábyrgt fyrir fulltrúum bílgreinarinnar sem skipa nefndir kerfisins. Engum er þó meinaður aðgangur að fundum CABAS-nefndar óski viðkomandi að sitja þá fundi eftir nánara fyrirkomulagi. Allir notendur geta komið erindum sínum og sjónarmiðum til afgreiðslu nefndanna með milligöngu ABÍ, BGS eða einstakra bifreiðatryggingafélaga.
  • ABÍ hafa gert drög að nýjum samningi við notendur og taka þau mið af ýmsum ábendingum bílgreinarinnar sem fram hafa komið á fundum undanfarna mánuði.
  • Nýr samningur verður sendur notendum í upphafi nýs árs en miðað er við að hann gildi frá og með næstu áramótum að telja.
  • Samningur notenda við ABÍ er grundvöllur að heimild þeirra til vinnslu með CABAS-kerfið.
  • Helstu breytingar frá fyrri samningi eru:
  • Notandi skal hafa gildan samstarfssamning við bifreiðatryggingafélag ella fær hann ekki aðgang að kerfinu.
  • Nánar er tekið á ákvæðum um starfsleyfi, faggildingu og þekkingu notenda á kerfinu.
  • Niðurstöður nefnda eru bindandi fyrir aðila.
  • Allir notendur greiði fast árgjald. Það miðast við fjölda skoðana sem viðkomandi opnar í kerfinu en ekki eru unnar fyrir bifreiðatryggingafélögin. Er gjaldið þrepaskipt eftir fjölda slíkra skoðana en allir notendur greiða a.m.k. lágmarksgjald. Á móti er ráðgerð aukin þjónusta við notendur. Greiðsla gjaldsins verður tvískipt. Fyrri hluti verður krafinn á miðju næsta ári og seinni hluti í árslok.

 

Skipting árgjaldsins í þrep og fjöldi notenda í hverju þrepi er eftirfarandi (byggt er á upplýsingum frá CAB fyrir síðustu tólf mánuði):

 

Eigin skýrslur                  Notendur              Fast árgjald           

<20

64

50.000

21-100

41

100.000

101-200

20

150.000

201-400

9

200.000

401-600

5

250.000

>601

3

300.000

Samtals

142

Það er von ABÍ, sem rekstraraðila CABAS-tjónamatskerfisins á Íslandi, að þessar breytingar leiði til enn betra samstarfs milli ABÍ og notenda kerfisins.

 

Jón Ólafsson / ABÍ

CSP Uppfærslur

Laugardaginn 13. febrúar kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 6.0. 

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 15. febrúar.

Minnum ykkur á að efni og upplýsingar vegna uppfærslunnar í útgáfu 6.0 verða birtar á vefnum okkar www.cabas.is á næstunni, einnig að hafa slökkt á CABAS meðan uppfærslan er framkvæmd.CSP (Cabas / CAB Plan) verður lokað vegna uppfærslu laugardaginn 05. desember kl 07:00 (UTC + 00: 00)
CSP) verður aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið, í síðasta lagi að morgni mánudagsins 7. desember 06:00 (UTC + 00: 00) "
CABAS útgáfa 5.6 - 5. desember 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.6. má sjá með því að smella HÉR:
CAB Plan útgáfa 5.6 - 5. desember 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.6. má sjá með því að smella HÉR:

CSP (Cabas / CAB Plan) verður lokað vegna uppfærslu laugardaginn 19. september kl 07:00 (UTC + 00: 00)
CSP) verður aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið, í síðasta lagi að morgni mánudagsins 21. september 06:00 (UTC + 00: 00) "
 
CABAS útgáfa 5.5 - 19. september 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.5. má sjá með því að smella HÉR:

 
CAB Plan útgáfa 5.5 - 19. september 2015.
Upplýsingar um hvað breytist við uppfærslu í útgáfu 5.5. má sjá með því að smella HÉR:
 
 
 

Kynningafundir vegna breytinga í CABAS

Á næstu mánuðum er fyrirhugað að halda kynningafundi þar sem fjallað verður um þær breytingar sem orðið hafa á CABAS kerfinu að undanförnu ásamt væntanlegum nýjungum.
Má þar meðal annars nefna:
1. ÖTS og tryggingaupplýsingar  þegar skýrslur eru stofnaðar (tjónaleit)
2. Handvirk og sjálfvirk svörun skoðana.
3. Handvirkur og sjálfvirkur varahlutaveljari.
4. Mitt CABAS
5. CABAS parts (staða í dag).
6. Skráð málningarefni í CABAS skýrslu ásamt breytingum tengdum málun frá síðustu mælingu. (reiknivélar ofl)
7. Væntanleg MYSBY 6 mæling og hvernig staðið verður að henni hér á landi.
8. Aðgengi og leit að tækniupplýsingum ökutækjaframleiðenda.
9. CAB Plan kynning.

Gera má ráð fyrir að hver kynning geti verið í um 4 klst og eru kynningarnar án kostnaðar fyrir þátttakendur frá verkstæðum sem nota CABAS og tryggingafélögum.
Kynningarfundir verða haldnir á mismunandi tímum dags og einnig einhverjir á laugardögum á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum í mars og apríl.
Verða væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig fyrirfram á hvern fund þegar þeir eru auglýstir en fjöldi á einhverja fundi gæti verið takmarkaður.

CABAS á Íslandi í 15 ár.

Sameiginlegur fundur allra CABAS notenda.

Á yfirstandandi ári eru liðin 15 ár síðan íslensku bifreiðatryggingafélögin gengu frá samningi við Consulting AB í Svíþjóð um heimild til reksturs CABAS-tjónamatskerfisins á Íslandi.

Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi sf., sem rekstraraðili kerfisins hér á landi, boðaði af þessu tilefni til fundar allra íslenskra notenda CABAS-kerfisins fimmtudaginn 5. febrúar á veitingastaðnum Nauthól en á þann fund mættu um 60 aðilar frá bílgreininni og tryggingafélögunum á Íslandi.

image008Á fundinum fjölluðu Tuukka Pulkkinen og Kent Isacsson frá CAB í Svíþjóð um CABAS kerfið hérlendis nú og í náinni framtíð þar sem meðal annars kom fram að talsverðar breytingar verða á uppbyggingu CABAS og tengdra afurða frá CAB sem gera kerfin meðal annars aðgengileg í snjalltækjum og var þar helst fjallað um komandi tækni við gerð frum skoðana, tjónaleit og sjálfvirkni í svörun. 

Kynnt var aukin þjónusta við CABAS notendur og viðgerðaraðila tjónaðra ökutækja en þar er helst að tækniupplýsingar vegna tjónaviðgerða geta orðið aðgengilegar í CABAS innan skamms en hér á landi hafa tryggingafélögin veitt sínum viðgerðaraðilum aðgang að tækniupplýsingavef ATI-Info, á fundinum var meðal annars fjallað um niðurstöður sameiginlegs vorfundar árið 2012 og hvernig hefur verið unnið úr þeim síðan.

Fulltrúar frá viðgerðar- og umboðsaðilum fluttu fróðleg erindi um viðgerðir tjónaðra ökutækja með og án ábyrgðar framleiðanda.

 .

 

Kerfisfréttir

Bílaleigubílar í CABAS / CAB Plan:

Nú er hægt að senda rafrænar pantanir / bókanir á bílaleigubílum í CABAS / CAB Plan, frekari upplýsingar má nálgast HÉR:

 


23. maí 2015

Laugardaginn 23. maí kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 5.4.
Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 25. maí.

Upplýsingar um hvað breytist verkstæðismegin má sjá með því að smella "hér".

Upplýsingar um hvað breytist hjá tryggingafélögum má sjá með því að smella "hér"20. janúar.

CABAS og Cab Plan verður lokað á morgun miðvikudaginn 21. janúar frá kl 19 vegna uppfærslu, verður kerfið aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 7 að morgni næsta dags.
Beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem þessi lokun kann að vera fyrir notendur.


12. janúar.

Ágætu CABAS notendur.

Eins og ykkur er kunnugt hefur verið hægt að sækja upplýsingar úr ÖTS í gegnum fyrirtækin Advania og Credit Info um nokkurt skeið og er nú stutt í að fleiri fyrirtæki geti boðið þessa þjónustu í gegnum CABAS kerfið.

Síðan þessi þjónusta varð möguleg hafa komið fram nokkrir hnökrar varðandi þær upplýsingar sem sóttar eru í ÖTS en það snýr helst að upplýsingum um árgerð ökutækja þar sem þessar upplýsingar eru ekki skráðar á öll ökutæki samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.

 Þær reglur sem gilda varðandi skráningu árgerða ökutækja í ÖTS er eftirfarandi:

1. Notuð ökutæki frá USA / þar er skráður 1. dagur framleiðslumánaðar og árs (ef þessar upplýsingar eru ekki til staðar er skráð 01.01.ár).

2. Ný ökutæki frá USA, og öðrum löndum / þar er er skráður 1. skráningardagur (nýskráningardagur á Íslandi) og árgerðarskráningu sleppt.

 

Sökum þess að árgerðarupplýsingarnar vantar verður sá reitur auður þegar gögn eru sótt í gegnum CABAS en þar er nú unnið að því að virkja fyrsta skráningardag sem getur þó aldrei gert annað en að gefa takmarkaðar upplýsingar.
 Í ársbyrjun 2015:

Minnum á að breyting verður á VSK% í CABAS samantekt 1. janúar 2015 er virðisaukinn breytist úr 25,5% í 24%, rétt er að benda á að reiknivélin í varahluta þætti CABAS verður enn um sinn stillt á 20,32% í stað 19,35% í bakreikning og munum við upplýsa ykkur þegar reiknivélin hefur verið lagfærð.


Í kvöld miðvikudaginn 12. nóvember kl 19:00 verður CSP (CABAS / CAB Plan) lokað vegna viðhaldsvinnu.
CSP verður opnað aftur um leið og viðhaldsvinnu er lokið í síðasta lagi kl 5 að morgni fimmtudagsins 13. nóvember.

Minnum ykkur á að fylgjast með nýja skilaboðaglugganum sem er hægra megin á forsíðu CABAS / CAB-Plan.
Miðvikudaginn 5. nóvember 2014 kl 19 verður CSP (CABAS /CAB Plan)lokað vegna viðhalds.

CSP verður opnað um leið og viðhaldsvinnu er lokið, í síðasta lagi kl 05:00 fimmtudaginn 6. nóvember.Mánudaginn 27.október klukkan 20 var CSP (CABAS / CAB Plan) lokað vegna tæknilegs viðhalds og nausynlegra leiðréttinga í CSP.
Kerfið var opnað um leið og þetta hafði verið framkvæmt.

 

 

 
Frekari upplýsingar og ábendingar verða sendar á næstu dögum en CABAS notendur eru einnig minntir á fyrri pósta um kerfisbreytingar sem gerðar verða í uppfærslunni og verður EKKI hægt að nota CABAS á tölvu með Windows XP stýrikerfi.
Einnig verður að uppfæra Net.Framework í útgáfu 4.5.1.  (ath leiðbeiningar á vefnum www.cabas.is)
 
Enn eru tölvur í notkun með XP og verða sérstakir póstar sendir til viðkomandi notenda


CSP
Við vinnum stöðugt að því að þróa og bæta CPS (CAB Service Platform) og í þessarri útgáfu höfum við endurbætt og lagfært ýmis atriði í CABAS og CAB Plan sem ekki eru sjáanleg fyrir notendur í fljótu bragði.

Öll kerfi á CSP-grunninum

• Microsoft hættir að styðja Windows XP
Microsoft hefur tilkynnt að þeir hætti að styðja Windows XP þann 8. apríl 2014 . Þetta hefur í för með sér að við getum ekki ábyrgst að kerfi okkar virki í Windows XP eftir þann tíma. Með útgáfu 5.2 sem kemur þann 25. október 2014 munum við setja inn Microsoft .NET Framework útgáfu 4.5. Þetta þýðir að ekki verður hægt að nota CABAS og CAB Plan í Windows XP eftir 25. október.
Við ráðleggjum því ykkur sem eruð með Windows XP að uppfæra til að minnsta kosti Windows 7 til þess að forðast vandamál.
 

Smellið hér til þess að lesa upplýsingar frá Microsoft um hvað það hefur í för með sér að hætt verður að þjónusta Windows XP

 

• Uppsetningu með ClickOnce verður að skipta út fyrir CABInstaller
Eins og við höfum áður upplýst um þá mun uppsetning fyrir notendur með Microsoft ClickOnce hætta að virka fyrir CABAS og CAB Plan. Ef vandamál koma upp við uppfærslu er einfaldast að opna tengilinn að neðan og setja upp CABInstaller í staðinn fyrir ClickOnce. Síðan er bara að fara eftir leiðbeiningunum sem koma upp eða lesa leiðbeiningarnar á síðunni.

https://cabas.cab.se/cabassetup


Slóð að fréttum vegna CABAS:

. CABAS