VSK flipi virkur við skráningu glertjóna

Við síðustu uppfærslu CABAS í útgáfu 7.1 var gerð sú breyting að VSK flipi verður virkur við skráningu glertjóna og þurfa aðilar þá að "velja" það sem við á hverju sinni. (jafnvel að velja "ekkert").

VSK í glertjón

CABAS kynning

Næstkomandi miðvikudag 11. maí kl 11:30-13:30 verða fulltrúar CAB með kynningarfund um CABAS. Staðan í dag verður kynnt og fyrirhugaðar nýjungar. Einnig munu þeir fjalla um önnur kerfi tengd CABAS eins og CABAS Part, CAB Plan, CABAS Mótor, CABAS Heavy, tækniupplýsingar í CABAS ofl. ásamt notkun á tjónamats appi, tjóna leit, sjálfvirkri svörun og rafrænum reikningum úr CABAS.
Þeir sem áhuga hafa á að sækja kynninguna, sem fyrirhugað er að halda í aðstöðu Tæknimiðstöðvarinnar að Suðurhrauni 1 í Garðabæ, eru vinsamlega beðnir að skrá þáttöku með því að senda póst til:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tilkynna þátttöku ásamt fjölda þar sem mögulega þarf að takmarka þátttöku eða finna kynningunni stærra húsnæði.

Fréttir

ABÍ hafa tilkynnt CABAS á Íslandi að ítrekunarbréf hafi nýverið farið til þeirra notenda CABAS-tjónamatskerfisins sem ekki hafa gengið frá samningum sínum við ABÍ um notkun CABAS-tjónamatskerfisins. ABÍ vekja þar athygli notenda á því að slíkur samningur sé forsenda þess að notendur haldi heimild til notkunar kerfisins.
Af þessu tilefni vekur CABAS á Íslandi athygli notenda á því að þeir sem hyggjast hætta notkun eða geta átt á hættu að lokað verði á notkun þurfa að afrita gögn sín tímanlega til varðveislu eftir lokun kerfisins.

CSP uppfærsla í útgáfu 7.0

Laugardaginn 16. apríl kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 7.0. 

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 18. apríl.

Minnum ykkur á að efni og upplýsingar vegna uppfærslunnar í útgáfu 7.0 má lesa með því að smella HÉR, einnig minnum við notendur á að hafa slökkt á CABAS meðan uppfærslan er framkvæmd.

CSP uppfærsla í útgáfu 6.0

Laugardaginn 13. febrúar kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 6.0. 

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 15. febrúar.

Minnum ykkur á að efni og upplýsingar vegna uppfærslunnar í útgáfu 6.0 má lesa með því að smella HÉR, einnig minnum við notendur á að hafa slökkt á CABAS meðan uppfærslan er framkvæmd.

. CABAS