Heimsóknir til CABAS verkstæða

Eins og CABAS notendum er kunnugt um þá hafa samningar um CABAS kerfið verið endurnýjaðir milli ABÍ og þeirra viðgerðaraðila sem þess óskuðu. Í samningnum er meðal annars kveðið á um að á viðkomandi verkstæði sé starfandi fagaðili innan viðkomandi bílgreina, að gilt starfsleyfi sé til staðar vegna viðkomandi starfsemi auk þekkingar á CABAS kerfinu. Þar segir einnig að brot á samningi eða misnotkun á kerfinu geti leitt til lokunar á notkun.
Vegna þessa er nú verið að heimsækja öll verkstæði sem hafa aðgang að CABAS kerfinu þar sem skilyrði til notkunar eru könnuð og viðkomandi aðilar fá leiðbeiningar og fræðslu.

Í ljós hefur komið að talsverður misbrestur er á að allir CABAS notendur uppfylli áður nefnd skilyrði og var því haldinn fundur í CABAS nefnd og hefur fundargerðin ásamt niðurstöðum verið birt á vefnum okkar í liðnum CABAS nefndir.


Akstur í Cabas samningum

Nú geta samningsaðilar fest akstur í samningum þannig að verkstæði þarf ekki að slá inn upphæð í hverja skoðun.

Akstur í CABAS

Mælingar á bíl fyrir CABAS

Undanfarna daga hafa fulltrúar frá CAB unnið að mælingum á Toyota Corolla bifreið hér á landi til að nota í CABAS en umrædda gerð hefur vantað í kerfið og færum við umboðsaðila Toyota bestu þakkir fyrir lánið á bifreiðinni og alla þeirra aðstoð varðandi gögn og upplýsingar en upplýsingar úr mælingunni verða væntanlega í október uppfærslunni á CABAS.

ATH: Ef CABAS notendur óska eftir einhverjum sérstökum tegundum / gerðum í kerfið eru þeir vinsamlega beðnir að koma þeim óskum á framfæri með því að senda okkur póst á póstfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Síðar á árinu kemur í ljós hvort hægt verður að mæla umræddar bifreiðar.

Hér fyrir neðan má sjá þá félaga Daniel Andersson og Per Magnusson að störfum við mælingarnar.

IMG 4104

IMG 4095

IMG 4102

CSP uppfærsla í útgáfu 8.0.

Laugardaginn 17. september kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 8.0. 

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 19. september.

Með því að smella HÉR má lesa hvaða breytingar verða í þessari uppfærslu.

Minnum þá sem fengið hafa möppu vegna upprifjunar í CABAS undanfarið að prenta út, lesa og vista upplýsingar um uppfærslu 8.0.

Grunnur undir fyllingarefni

Vegna aukinna krafna framleiðenda ökutækja þegar kemur að tjónaviðgerðum / málun hefur CABAS nefnd samþykkt að fylgja áður útgefnum leiðbeiningum og taka mið af ákvörðun sænsku nefndarinnar eins og lýst er í lið 5.16 í málningarleiðbeiningum (sjá hér að neðan).

Vinsamlega athugið að kynna ykkur tækniupplýsingar framleiðenda vel og hafa aðgengilegar þar sem kröfur eru mismunandi milli aðila en hér er gert ráð fyrir að viðkomandi efnum sé sprautað í ákveðinni þykkt.

Frekari upplýsingar vegna þessa verða birtar í leiðbeiningum á vefnum okkar www.cabas.is síðari hluta næstu viku.
 
5.16 Grunnlitur undir spartli 
Ef það á samkvæmt framleiðanda að setja á grunnlit áður en spartlað er, þá er það tímasett sérstaklega samkvæmt neðangreindu. Gert er ráð fyrir við tímasetninguna að þetta verk sé unnið í sambandi við yfirborðsréttingu eða málunarvinnu. 
Aðgerðin er tímasett í CABAS undir Annað. 
Tvær mismunandi aðferðir eru tímasettar – A og B. Munurinn milli þessara aðferða er að í aðferð B er settur fyllir auk grunns áður en spartlað er.
 
5.16.1 Aðferð A – Eingöngu grunnlitur (Epoxy sem dæmi) 
Innifaldar aðgerðir í aðferð A:  Innpökkun  Hreinsun/þvottur  Blöndun á grunnlit (grunni)  Setja á grunnlit (grunn) á niðurslípaða (bera) fleti  Þurrktími fyrir grunnlit (grunn)  Hreinsun verkfæra fyrir grunnlit (grunn)  Möttun/slípun á grunnlit  Fjarlæging innpökkunar 
Tímasetning, aðferð A 
Verkið er tímasett með ákveðnum grunnfasta fyrir hvern bíl ásamt viðbótartíma fyrir hverja CABASstöðu sem kemur við sögu samkvæmt eftirfarandi:
Grunnfasti, einu sinni á hvern bíl:                                              19 einingar/bíl
Viðbótartími, einu sinni fyrir hverja CABAS-stöðu:                    10 einingar/stöðu 

5.16.2 Aðferð B – Grunnnlitur og fyllir (sem dæmi 2K Wash primer og 2K fylligrunnur)
Innifaldar aðgerðir í aðferð B: 
Útgáfa 1.5 13  
 Innpökkun  Hreinsun/þvottur  Blöndun á grunnlit (grunni)  Setja á grunnlit (grunn) á niðurslípaða (bera) fleti  Afloftun á grunnlit (grunni)  Hreinsun verkfæra fyrir grunnlit (grunn)  Blöndun á fylli  Setja á fylli  Þurrktími fyrir fylli  Hreinsun verkfæra fyrir fylli  Möttun/slípun á fylli  Fjarlæging innpökkunar 
Tímasetning, aðferð B 
Verkið er tímasett með ákveðnum grunnfasta fyrir hvern bíl ásamt viðbótartíma fyrir hverja CABASstöðu sem kemur við sögu samkvæmt eftirfarandi:
 Grunnfasti, einu sinni á hvern bíl:                                              49 einingar/bíl
 Viðbótartími, einu sinni fyrir hverja CABAS-stöðu:                    14 einingar/stöðu 

5.16.3 Efniskostnaður 
Tímarnir fyrir grunnlit eru miðaðir við að efniskostnaðurinn sé einnig innifalinn. Engum efniskostnaði skal því bæta við skýrsluna. 
Meðferð efniskostnaðar er bráðabirgðalausn sem gildir þangað til MYSBY6 verður tekið í notkun, þó ekki lengur en til og með 31.12.2016.

. CABAS