CSP (CABAS/CAB PLan) uppfærsla 10. júní

CSP (CABAS/CAB Plan) var uppfært laugardaginn 10. júní.

Lesa má um breytingarnar með því að smella HÉR vegna CABAS

Lesa má um breytingarnar með því að smella HÉR vegna CAB Plan.

Útgáfufréttir fyrir apríl

Í CABAS-útgáfunni í apríl er að finna nokkrar endurbætur m.a. varðandi skipulag og útlit CSP og beint varahlutaval úr varahlutaleit. Nánar má lesa um það hér að neðan.

Eftir að útgáfufréttirnar hafa verið lesnar eru þær áfram aðgengilegar í CABAS í skilaboðunum efst til hægri.

Yfirlit útgáfufrétta fyrir apríl

 • Nýtt útlit í CSP
  Nú hefur útliti forsíðunnar í CSP verið breytt til þessa að gera yfirsýn skýrari og þægilegri. Fliparnir í efri kantinum hafa verið færðir til vinstri til þess að auka rýmið á síðunni.
 • Hægt að velja varahluti í varahlutaleit – Smellið hér til þess að sjá nánari upplýsingar
  Nú er hægt að velja varahluti beint þegar þeir koma upp við leit.

  • Lesið meira um þessa virkun í leiðbeiningunum

 • Meiri upplýsingar í forsögu skýrslu
  Nú er hægt að sjá í forsögu skýrslu upplýsingar um tryggingarfyrirspurn, ÖTS, DMS og skýrslutegund til þess að auðvelda skoðun og eftirfylgni.

 • Hægt að opna myndir í sér glugga í skýrslusamanburði til þess að auðvelda skoðun
  Þegar smellt er á takkann ”Opna myndir í nýjum glugga” undir flipanum ”Myndir” þá opnast myndirnar í sér glugga. Á þann hátt er auðveldara að skoða skýrsluútgáfur og myndirnar samtímis.

CABAS upprifjun

Sérstök upprifjunarnámskeið í tengslum við endurnýjun samninga um CABAS notkun og heimsóknir til verkstæða á höfuðborgarsvæðinu verða haldin á tímabilinu 27. mars til 12. apríl. næstkomandi.
Hvert námskeið er um 2 tímar að lengd og verða 2-3 í boði á flestum dögum en það verður auglýst sérstaklega er nær dregur.
Í viku 17 (24.04 - 28.04.2017) verða haldin námskeið (upprifjun og grunnur) á norðurlandi / Akureyri-Sauðárkrók-Húsavík, í viku 18 (2.5 - 5.5.2017) verða upprifjunarnámskeið á Selfossi og Reykjanesbæ.

Kynningafundur

Fimmtudaginn 6. apríl næstkomandi kl 8:30-11:30 verður haldinn kynningafundur á vegum ABÍ, CAB, BGS og Tæknimiðstöðvarinnar í fundarsal á jarðhæð í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 Reykjavík.

Kynningar vera haldnar á ensku / að hluta einnig textaðar á íslensku.

Vinsamlega skráið þátttöku fyrir kl 12 á hádegi miðvikudaginn 5. april með því að senda okkur tölvupóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fjölda og nöfnum þeirra sem hyggjast sækja kynninguna.   

8:30 – 8:45 Kynning á dagskrá fundarins og CABAS á Íslandi í dag.

8:45 – 10:00 Adam Gregers Varg frá Atracco group:

Skilvirkni og lykillinn að vísum árangri (KPI) - notaðir varahlutir.

Kynning og reynsla frá tjónaviðgerðaraðila í Svíþjóð.

10:00 – 10:15: Kaffihlé

10:15 – 11:30: Kynning frá CAB, Tuukka Pulkkinen og Per Jansson:

CABAS á Íslandi 2017

Staðreyndir og tölfræði um CABAS notkun á Íslandi 2016

Áherslur fyrir árið 2017

Framtíðarþróun CABAS

Núverandi staða MYSBY6

Breyttar tímamælingar, rannsóknir og staðlar í vörum frá CAB

Stutt kynning á CAB Plan

Spurningar – umræður.

CABAS uppfærsla febrúar 2017

CSP (CABAS/CAB Plan) verður uppfært laugardaginn 18. febrúar og verður kerfið ekki aðgengilegt á meðan á uppfærslu stendur eða allt til kl 7 að morgni mánudagsins 20. febrúar en með því að smella HÉR má lesa hvaða breytingar verða í uppfærslunni.

. CABAS