Kynningafundur

Fimmtudaginn 6. apríl næstkomandi kl 8:30-11:30 verður haldinn kynningafundur á vegum ABÍ, CAB, BGS og Tæknimiðstöðvarinnar í fundarsal á jarðhæð í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 Reykjavík.

Kynningar vera haldnar á ensku / að hluta einnig textaðar á íslensku.

Vinsamlega skráið þátttöku fyrir kl 12 á hádegi miðvikudaginn 5. april með því að senda okkur tölvupóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fjölda og nöfnum þeirra sem hyggjast sækja kynninguna.   

8:30 – 8:45 Kynning á dagskrá fundarins og CABAS á Íslandi í dag.

8:45 – 10:00 Adam Gregers Varg frá Atracco group:

Skilvirkni og lykillinn að vísum árangri (KPI) - notaðir varahlutir.

Kynning og reynsla frá tjónaviðgerðaraðila í Svíþjóð.

10:00 – 10:15: Kaffihlé

10:15 – 11:30: Kynning frá CAB, Tuukka Pulkkinen og Per Jansson:

CABAS á Íslandi 2017

Staðreyndir og tölfræði um CABAS notkun á Íslandi 2016

Áherslur fyrir árið 2017

Framtíðarþróun CABAS

Núverandi staða MYSBY6

Breyttar tímamælingar, rannsóknir og staðlar í vörum frá CAB

Stutt kynning á CAB Plan

Spurningar – umræður.

CABAS upprifjun

Sérstök upprifjunarnámskeið í tengslum við endurnýjun samninga um CABAS notkun og heimsóknir til verkstæða á höfuðborgarsvæðinu verða haldin á tímabilinu 27. mars til 12. apríl. næstkomandi.
Hvert námskeið er um 2 tímar að lengd og verða 2-3 í boði á flestum dögum en það verður auglýst sérstaklega er nær dregur.
Í viku 17 (24.04 - 28.04.2017) verða haldin námskeið (upprifjun og grunnur) á norðurlandi / Akureyri-Sauðárkrók-Húsavík, í viku 18 (2.5 - 5.5.2017) verða upprifjunarnámskeið á Selfossi og Reykjanesbæ.

CSP (CABAS/ CAB Plan) Uppfærsla í 8.2

Laugardaginn 10. desember kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 8.2.
Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 12. desember.

Minnum ykkur á að lese vel yfir þær breytingar sem nú verða en efni og upplýsingar vegna uppfærslunnar í útgáfu 8.2 

Lesa má um breytingarnar með því að smella HÉR vegna CABAS

Lesa má um breytingarnar með því að smella HÉR vegna CAB Plan.


Einnig er rétt að benda á breytingar í "meðhöndlun málunar" sem má lesa með því að smella HÉR.

CABAS uppfærsla febrúar 2017

CSP (CABAS/CAB Plan) verður uppfært laugardaginn 18. febrúar og verður kerfið ekki aðgengilegt á meðan á uppfærslu stendur eða allt til kl 7 að morgni mánudagsins 20. febrúar en með því að smella HÉR má lesa hvaða breytingar verða í uppfærslunni.

CSP/CABAS/CAB Plan uppfærsla

Laugardaginn 29. október kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu í útgáfu 8.1. 

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 31.október.

Minnum ykkur á að kynna ykkur vel væntanlegar breytingar en efni og upplýsingar vegna uppfærslunnar í útgáfu 8.1 má lesa þær með því að smella HÉR.

. CABAS