Bilun í CABAS eftir uppfærslu

Í ljós hafa komið 2 bilanir í CABAS eftir síðustu uppfærslu 28.10.2017, önnur tengist myndum og hin tengist því að senda skýrslur. Unnið er að lausn þessara bilana og verða CABAS notendur upplýstir um leið og lausn er fundin.
Beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem umræddar bilanir kunna að valda CABAS notendum.

Uppfæsla í CSP 28.10.2017 - leiðbeiningar

Laugardaginn 28. október kl 07:00 verður CSP (CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu.

Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 30. október.

Minnum ykkur á að hafa CABAS kerfið lokað meðan á uppfæsrslu stendur.

Slóð að leiðbeiningum vegna uppfærslu í CABAS má lesa með því að smella HÉR:

Slóð að leiðbeiningum vegna uppfærslu í CAB Plan má lesa með því að smella HÉR:

Bendum aðilum einnig á að nú verður stæðum í prentvali fjölgað eins og sjá má hér að neðan:

Prentstillingar

ÉR:

CSP (CABAS - CAB Plan) uppfærsla

Laugardaginn 9. september kl 07:00 verður CSP(CABAS - CAB Plan) lokað vegna uppfærslu.
Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 11.september.

Slóð að upplýsingum vegna breytinga í CABAS er HÉR.

Slóð að upplýsingum vegna breytinga í CAB Plan er HÉR.

Upplýsingar vegna "Hotfix" lagfæring

Hotfix lagfæring 14.09.2017.

Að gefnu tilefni og vegna athugasemda notenda eftir síðustu uppfærslu í CABAS er rétt að benda á að eftirfarandi atriði voru lagfærð í „Hotfix“ uppfærslu 14.09.2017:

1.Tenging skýrslu við utanaðkomandi erindi (CAB Plan): Innri frávik fyrir viss gögn sem sáust ekki (CAB Plan). Gögn í KPI gáttinni sáust ekki.

2.Önnur lína – Bilun þegar stofnuð var „Önnur lína“: Þegar stofnuð var ný önnur lína þá lenti örin í öðrum reit í stað þess fyrsta.

3.Samantektir: Birting samantektar – Nú er mögulegt fyrir hvern einstakan notanda að velja sína skjástillingu fyrir samantektir.

4.Leitarsíða fyrir skýrslur: Síðan uppfærðist ekki þegar smellt var á „leita“ – Skilaboð og staða skýrslu uppfærðist ekki þegar smellt var á „Leita“.

5.Prentun skýrslu: Vantaði flýtilykil (hotkey) fyrir „Enter“ – Skýrslan þegar smellt var á „Enter“.

6.Skýrslur - Skjástilling fyrir samantektir: Nú verður mögulegt fyrir hvern einstakan notanda að velja skjástillingu fyrir samantektir. Til þess að fá upp þína uppáhalds skjástillingu fyrir samantektir í hvert sinn sem að skýrsla er opnuð verður að velja skjástillinguna í notendauppsetningu þinni.

 

Þetta er gert í Mitt CABAS-Almennt-Notandi og síðan farið í flipann „Stilling“ og uppáhalds skjástilling valin (sjá rauðu örina hér að neðan). Síðan er smellt á „Í lagi“ og þá munu allar skýrslur birtast á þann hátt sem þú hefur ákveðið.

mynd í skjöl

Kynning á niðurstöðu samþykkta vegna MYSBY 6

Eftirfarandi upplýsingar og tillögur að niðurstöðu sænsku MYSBY 6 nefndarinnar varðandi ákveðna hluta í síðustu MYSBY mælingu hafa borist okkur. Stefnt er á að kynna niðurstöður mælinganna í heild ásamt innleiðingu þeirra í september og munu sérstakar kynningar og námskeið verða kynnt hér í framhaldinu.

 

MYSBY 6 mæling og kynning:

 1. 1.Vinna við gæðaeftirlit:

A.Framkvæma eigið eftirlit:

Gæðaeftirlit sem gert er vegna viðgerða af fagaðila meðan á viðgerð stendur. Inniheldur einnig skoðun og skráningu gæðastjóra t.d. á skráningarblöð

Leiðbeinandi lausn:

 • Ø Meðaltími á hlut (þar sem eigið eftirlit var framkvæmt) frá rannsókn er notuð og bætt við alla hluti.
 • Ø Þetta þýðir að heildartíminn fyrir MYSBY 6 verður örlítið aukinn miðað við mældan tíma.
 • Ø Verður hluti af fasta tímanum (fastur tími á áætlun)
 • Ø Sænski vinnuhópurinn vill að tíminn við eigið eftirlit sé sýndur sérstaklega á vinnuskjölum í CABAS.

B. Framkvæmt afhendingareftirlit

Gæðaeftirlit  framkvæmt fyrir afhendingu til viðskiptavina. Inniheldur skoðun og skráningu gæðastjóra t.d. á skráningarblöð.

Leiðbeinandi lausn:

 • Ø Meðaltal tíma á hlut (þar sem afhendingareftirlit var framkvæmt) úr rannsókninni er reiknað og bætt við sem sérstakur vinnutími í CABAS.
 • Ø Verkliðinn þarf að velja handvirkt í skýrslu þegar það á við og skoðun verið framkvæmd.

Þar sem mjög lág tíðni afhendingareftirlits mældist í MYSBY 6 rannsókninni, mun CAB kynna hvernig hægt er að rannsaka tíma fyrir afhendingareftirlit sérstaklega

 1. 2.Hreinsun á verkstæði
  1. A.Hreinsun á vinnusvæði

Hreint eigið vinnusvæði fyrir, meðan og eftir að viðgerð er lokið

Leiðbeinandi lausn:

Mældur tími mun vera hluti af MYSBY 6 almennum vinnutíma (sama og í MYSBY 5).

 1. B.Hreinsun verkstæðis

Þrif á verkstæði, utan eigin vinnustöðvar. T.d. Hreinsun gangvegar með þvottavél.

Leiðbeinandi lausn:

 • Ø Ekki innifalið í CABAS einingum.
 • Ø Verður að meðhöndla sérstaklega sem hluta af einingaverði (í álagningu).
 1. C.Tæma ruslatunnur / gám

Tæma ruslaílát sem staðsett eru á verkstæði.

Leiðbeinandi lausn:

Ekki innifalið í CABAS einingum.

Verður að meðhöndla sérstaklega sem hluta af einingaverði (í álagningu)

 

 1. D.Hreinsun „umhverfis“ veggja o.þ.h.

Þrif á veggjum og búnaði sem er í meira en eins metra hæð yfir gólfi.

Leiðbeinandi lausn:

Ekki innifalið í CABAS einingum.

Verður að meðhöndla sérstaklega sem hluta af einingaverði (í álagningu).

 1. 3.Meðhöndlun viðgerðarleiðbeininga:

           Sækja viðgerðaraðferðir og lestur slíkra leiðbeininga.

Sækja núverandi (nýjustu) viðgerðar aðferð í tölvuna, til að skoða á skjánum eða prenta á pappír. "" Lesa viðgerðar aðferðir á pappír eða skjá.

Leiðbeinandi lausn:

 • Ø Vegið prósentu viðbótarálagi er bætt við verk tíma.
 • ØÁlagið er reiknað út frá verkum þar sem viðgerðarleiðbeiningar voru sóttar og lesnar.
 • ØÞetta þýðir að heildartíminn í MYSBY 6 verður örlítið aukinn miðað við mælda tímann.
 • ØNiðurstöðurnar gilda fyrir alla bíla mælda með MYSBY 6 í CABAS.

 

 

 1. 4.Næstu skref í MYSBY 6 verkefninu.
  1. A.Fá samþykki fyrir tillögunni (Noregur – Finnland).
  2. B.Reikna MYSBY 6,0 tíma í samræmi við leiðbeinandi lausnir.
  3. C.Kynning á niðurstöðum MYSBY 6.0, þ.mt hvernig á að höndla hluti sem ekki eru innifalin í MYSBY 6.0 útgáfunni.
  4. D.Undirbúa CABAS / DBS (breyta breytum, uppfæra notendaleiðbeiningar osfrv)
  5. E.Skipuleggja innleiðingu MYSBY 6.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

. CABAS